Um okkur

Draumaleikhúsið er sjálfstætt starfandi leikhús sem á hvergi heima og líkar það bara vel. Draumaleikhúsið hefur engin landamæri þegar kemur að leiklist og fer í fjölbreytt verkefni. 

Leikhúsið var stofnað 2018 og var fyrsta verkefnið leikrit um systkinin Gutta & Selmu sem sýnt var í Laugarborg á Handverkshátíðinni það árið en næsta uppsetning var á Fullkomnu brúðkaupi í Hofi Akureyri.

Það má segja að Draumaleikhúsið sé stofnað upp úr Leikhópnum Grímunum sem setti upp þrjú verk á Akureyri, Berness, já takk & franskar á millli, Gúgglaðu það bara og Tuma tímalausa í álfheimum.

Draumaleikhúsið setur upp leiksýningar, gerir stuttmyndir, heldur námskeið og lætur drauma rætast.