Á þessu skemmtilega fjögurra kvölda námskeiði lærir þú að greina hvað er fyndið og hvers vegna við hlæjum. Við munum vinna með leikgleði, spuna og ýmsa leiki í öruggu rými, þar sem þátttakendur kanna hvernig aðferðir spunans geta hjálpað við alla sköpun. Námskeiðið hentar öllum sem langar að vera fyndin, allt frá kennurum til leikara og skemmtikrafta.