Leiklistarnámskeið Draumaleikhússins

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður skráning á Leiklistarnámskeið Draumaleikhússins í sumar síðar í maí. Ætlun var að byrja skráningu 4.maí en skráning er áætluð um miðjan maí.

Námskeiðið er fyrir aldurshópinn 12-16 ára, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Áhersla verður lögð á framsögn, framkomu og líka að hafa gaman. Í lok námskeið verður afraksturinn sýndur með sýningu.

Nánari upplýsingar hér á heimasíðu Draumaleikhússins síðar í maí.