Hvar er draumurinn? Frumsýnd í gær.

Í gær frumsýndi Draumaleikhúsið stuttmyndina Hvar er draumurinn? hér á síðunni.

Til stóð að sýna hana í Borgarbíó en vegna ástands var ákveðið að setja hana á alnetið frekar en að bíða lengur þar sem myndin var tilbúin. Þar með settum við myndina í þá flóru af afþreyingu sem listamenn hafa verið iðnir við að setja fram á þessum undarlegu tímum. 

Eins og fram hefur komið tók gerð myndarinnar ansi langan tíma en stundum er sagt að allt hafi sinn tíma.

Hér er slóð á  heimildarmynd um gerð myndarinnar Hvar er draumurinn?

https://www.youtube.com/watch?v=tA_jqXgrHPs&t=709s