Gutti & Selma í útvarpsleikriti

Það er alltaf líf og fjör í kringum systkinin Gutta & Selmu
Það er alltaf líf og fjör í kringum systkinin Gutta & Selmu

Þessa dagana vinnur Draumaleikhúsi að útvarpsleikriti með ævintýrum Gutta & Selmu. Um er að ræða leikritið Gutti & Selma og ævintýrabókin sem sýnt var á leiksviði árið 2018 í Laugarborg á Handverkshátíð og á barnamorgni í Hofi í samvinnu við MAK.

Leikarar hafa tekið upp á heimilum sínum í samkomubanni og er allt svo sett saman á einum stað. Leikritið er líflegt og skemmtilegt með þekktum lögum. Það verður svo aðgengilegt hér á heimasíðunni okkar og verður í boði fyrir landsmenn til að hlusta á þegar við ferðum innanlands í sumar. 

Gert er ráð útgáfu í maí.