Velkomin á vef Draumaleikhússins

Hvar er draumurinn er sýnd hér á heimasíðunni
Hvar er draumurinn er sýnd hér á heimasíðunni

Draumaleikhúsið er nýlegt framleiðslu-og leikfélag en stofnað á grunni leikhóps sem kallaði sig Grímurnar. Markmið Draumaleikhússins er að gera bíó og leikhús, efla leiklistarstarf á Akureyri og nágrenni en hafa þó engin landamæri.

Við setjum vefinn í loftið og frumsýnum stuttmynd sem framleidd er undir merkjum Draumaleikhússins en margir lögðu hönd á plóg við gerð myndarinnar. Meðgangan var löng, það tók fimm ár að koma henni út. En nú er hún tilbúin fyrir þjóðina sem situr heima. Vonandi fær myndin þjóðina til að hugsa, opnar augu því það er svo margt sem við viljum segja með þessari mynd sem hópurinn sem kom að henni, færir nú þjóðinni.

Vefurinn mun líka hýsa skemmtilegt efni, bókunarsíðu og bara ýmislegt skemmtilegt sem okkur dettur í hug. 

Góða skemmtun.